Bifan fannst í 1 gagnasafni

bifa s. ‘hreyfa, hræra’; bifast ‘titra, skjálfa (af ótta)’. Sbr. fær. og nno. biva, sæ. bäva, d. bæve, fe. bifian, fhþ. bibēn, nhþ. beben; sbr. fi. bibhéti (með tvíteknu rótaratkvæði) ‘óttast’, bháyate ‘hræðist’, fsl. bojo̢ se̢ ‘óttast’, lith. bajùs ‘hræðilegur’. Frummerk. ie. rótarinnar oftast talin að ‘óttast’, en gæti alveg eins verið að ‘titra’, sbr. germ. Sk. bifa er bifan kv. ‘smáhreyfing; geðshræring; ekki’ og e.t.v. físl. bifa kv. eða bifi k. ‘myndafrásögn, litmynd’: bifum fáður (um skjöld), sbr. einnig Biflindi, Óðinsheiti, eiginl. ‘sá sem er með málaðan skjöld’, og bif h. ‘hræring; haf’. Sjá befraður, Bifur(r) (3), bifur (1), bifikolla, bifra (1), Bifröst og bifsa.